Saturday, June 16, 2012

Útskriftarverkefni



Íslenska þjóðsagan er arfur forfeðra til komandi kynslóða. Hún er jafnframt spegilmynd úr fortíð sem lýsir háttum, siðum og menningu liðins tíma þar sem stúlkur voru lítilsvirtar og nutu lítillar samúðar. Skottur voru vinsælt viðfangsefni þjóðsagna en skotta er vofa varnarlausrar stúlku sem missir líf sitt vegna mannvonsku og voru jarðneskar leifar hennar notaðar í illum tilgangi. Skotta fær enga samúð í sögunum þrátt fyrir meðferðina á þeim þegar þær voru á lífi. Ég ákvað því að sjóða saman nýja sögu þar sem áherslum var breytt og Skotta náði fram hefndum í lokin. Á lokasýningunni fékk áhorfandinn að skyggnast inn á sögusviðið með þrennum hætti. Hann hlustaði á upplestur á sögunni, horfði á málverkið af Skottu í tófulíki og fékk að halda á hrossleggnum sem geymdi hana. Viðtökurnar voru frábærar!

Saturday, April 28, 2012

Broddgöltur

Dýrin sem lifa villt í náttúrunni hafa svo mikinn karakter. Broddgeltir eru líka ómótstæðilegir! 
Olía á striga, stærð 20 x 30

Friday, March 30, 2012

Geimfarinn




Í janúar árið 1952 var skemmtun haldin í gamla Þinghúsinu við Hrafnagil. Sjónleikurinn Geimfarinn var þá frumsýndur. Höfundurinn var hann móðurafi minn, Hreiðar Eiríksson. Afi og amma voru einnig í leikarahópnum. Árið 1955 flutti Ríkisútvarpið uppfærslu Útvarpsleikhússins á Geimfaranum. Leikarar voru m.a. Rúrik Haraldsson og Margrét Ólafsdóttir. Haustið 2011 fékk ég þennan gimstein til meðhöndlunar og hannaði bók í Indesign. Ég var svo heppin að ljósmyndir, frá uppfærslunni árið '52, fundust í fórum ömmu Ragnheiðar. Þær eru ómissandi fyrir heildarverkið. Mér þykir rosalega vænt um þessa bók. 

Tuesday, March 27, 2012

Ljótleiki


 
 Verkinu er ætlað að vera í senn áhrifamikið og minna um leið á ljótleika manneskjunnar. Harkalegur og ofbeldisfullur raunveruleikinn afhjúpast þegar hulunni er svift af dulúðlegum byssumanni bíómyndanna. Ofbeldi og ljótleiki byssunnar birtist sem sláandi fyrirsagnir fjölmiðla.

Blek á pappír. Grafík og umbrot með aðstoð Lightroom og InDesign.

MyndAk, 2011, "Fegurð - Ljótleiki", leiðbeinandi: Aðalsteinn Þórsson.


Sunday, March 11, 2012

Verksmiðjan á Hjalteyri


Í síðasta áfanganum í skólanum vorum við undir leiðsögn Þórarins Blöndals og Gústafs Bollasonar. Við fengum að nota verksmiðjuna á Hjalteyri og ég ákvað að nýta mér munstrið/áferðina á veggjum og gólfum. Ég tók mót af litlum afmörkuðum svæðum og bjó til afsteypu. Ég hugsaði þetta sem ákveðna skrásetningu á húsinu.


Einnig dró ég upp mynstrin á gólfunum. Þau gáfu tóninn að áframhaldandi vinnu með liti og skyggingar. Hvert einasta sandkorn og ójafna setti mark sitt á verkið. Myndirnar hengdi ég svo upp á veggina . Gólfin voru á veggjunum sem ögraði ákveðnu jafnvægi.

Hallgrímur Pétursson

Þetta textaverk gerði ég í skriftaráfanga hjá Rannveigu Helgadóttur. Textinn er um Hallgrím Pétursson. SELT

Wednesday, February 29, 2012

Samskipti

Ég kom því loksins í verk að mynda lokaverkið í áfanganum hjá Stefáni. Skemmtilegt og krefjandi að blanda saman mörgum atriðum úr hinum og þessum áttum og setja saman í eitt verk. Stærðin er 90x90

Wednesday, February 15, 2012

Hr. Otur

Í síðasta mánuði var ég í áfanga hjá Stefáni Boulter. Við fengum m.a. það verkefni að mála portrett af dýri. Ég valdi oturinn og er mjög ánægð með útkomuna :)

Kartöflutímabilið

Mér þykir rosalega vænt um þetta myndefni. Þessar myndir voru málaðar haustið 2010.