Saturday, June 16, 2012

Útskriftarverkefni



Íslenska þjóðsagan er arfur forfeðra til komandi kynslóða. Hún er jafnframt spegilmynd úr fortíð sem lýsir háttum, siðum og menningu liðins tíma þar sem stúlkur voru lítilsvirtar og nutu lítillar samúðar. Skottur voru vinsælt viðfangsefni þjóðsagna en skotta er vofa varnarlausrar stúlku sem missir líf sitt vegna mannvonsku og voru jarðneskar leifar hennar notaðar í illum tilgangi. Skotta fær enga samúð í sögunum þrátt fyrir meðferðina á þeim þegar þær voru á lífi. Ég ákvað því að sjóða saman nýja sögu þar sem áherslum var breytt og Skotta náði fram hefndum í lokin. Á lokasýningunni fékk áhorfandinn að skyggnast inn á sögusviðið með þrennum hætti. Hann hlustaði á upplestur á sögunni, horfði á málverkið af Skottu í tófulíki og fékk að halda á hrossleggnum sem geymdi hana. Viðtökurnar voru frábærar!

No comments:

Post a Comment