Friday, March 30, 2012

Geimfarinn




Í janúar árið 1952 var skemmtun haldin í gamla Þinghúsinu við Hrafnagil. Sjónleikurinn Geimfarinn var þá frumsýndur. Höfundurinn var hann móðurafi minn, Hreiðar Eiríksson. Afi og amma voru einnig í leikarahópnum. Árið 1955 flutti Ríkisútvarpið uppfærslu Útvarpsleikhússins á Geimfaranum. Leikarar voru m.a. Rúrik Haraldsson og Margrét Ólafsdóttir. Haustið 2011 fékk ég þennan gimstein til meðhöndlunar og hannaði bók í Indesign. Ég var svo heppin að ljósmyndir, frá uppfærslunni árið '52, fundust í fórum ömmu Ragnheiðar. Þær eru ómissandi fyrir heildarverkið. Mér þykir rosalega vænt um þessa bók. 

No comments:

Post a Comment