Sunday, March 11, 2012

Verksmiðjan á Hjalteyri


Í síðasta áfanganum í skólanum vorum við undir leiðsögn Þórarins Blöndals og Gústafs Bollasonar. Við fengum að nota verksmiðjuna á Hjalteyri og ég ákvað að nýta mér munstrið/áferðina á veggjum og gólfum. Ég tók mót af litlum afmörkuðum svæðum og bjó til afsteypu. Ég hugsaði þetta sem ákveðna skrásetningu á húsinu.


Einnig dró ég upp mynstrin á gólfunum. Þau gáfu tóninn að áframhaldandi vinnu með liti og skyggingar. Hvert einasta sandkorn og ójafna setti mark sitt á verkið. Myndirnar hengdi ég svo upp á veggina . Gólfin voru á veggjunum sem ögraði ákveðnu jafnvægi.

No comments:

Post a Comment