Friday, March 30, 2012

Geimfarinn




Í janúar árið 1952 var skemmtun haldin í gamla Þinghúsinu við Hrafnagil. Sjónleikurinn Geimfarinn var þá frumsýndur. Höfundurinn var hann móðurafi minn, Hreiðar Eiríksson. Afi og amma voru einnig í leikarahópnum. Árið 1955 flutti Ríkisútvarpið uppfærslu Útvarpsleikhússins á Geimfaranum. Leikarar voru m.a. Rúrik Haraldsson og Margrét Ólafsdóttir. Haustið 2011 fékk ég þennan gimstein til meðhöndlunar og hannaði bók í Indesign. Ég var svo heppin að ljósmyndir, frá uppfærslunni árið '52, fundust í fórum ömmu Ragnheiðar. Þær eru ómissandi fyrir heildarverkið. Mér þykir rosalega vænt um þessa bók. 

Tuesday, March 27, 2012

Ljótleiki


 
 Verkinu er ætlað að vera í senn áhrifamikið og minna um leið á ljótleika manneskjunnar. Harkalegur og ofbeldisfullur raunveruleikinn afhjúpast þegar hulunni er svift af dulúðlegum byssumanni bíómyndanna. Ofbeldi og ljótleiki byssunnar birtist sem sláandi fyrirsagnir fjölmiðla.

Blek á pappír. Grafík og umbrot með aðstoð Lightroom og InDesign.

MyndAk, 2011, "Fegurð - Ljótleiki", leiðbeinandi: Aðalsteinn Þórsson.


Sunday, March 11, 2012

Verksmiðjan á Hjalteyri


Í síðasta áfanganum í skólanum vorum við undir leiðsögn Þórarins Blöndals og Gústafs Bollasonar. Við fengum að nota verksmiðjuna á Hjalteyri og ég ákvað að nýta mér munstrið/áferðina á veggjum og gólfum. Ég tók mót af litlum afmörkuðum svæðum og bjó til afsteypu. Ég hugsaði þetta sem ákveðna skrásetningu á húsinu.


Einnig dró ég upp mynstrin á gólfunum. Þau gáfu tóninn að áframhaldandi vinnu með liti og skyggingar. Hvert einasta sandkorn og ójafna setti mark sitt á verkið. Myndirnar hengdi ég svo upp á veggina . Gólfin voru á veggjunum sem ögraði ákveðnu jafnvægi.

Hallgrímur Pétursson

Þetta textaverk gerði ég í skriftaráfanga hjá Rannveigu Helgadóttur. Textinn er um Hallgrím Pétursson. SELT